Ljósm. Kristinn Ingvarsson
Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1949.
Að loknu stúdentsprófi frá máladeild MR 1969 stundaði hann háskólanám í Lundi og Reykjavík, las bókmenntasögu, heimspeki og íslensku. Lauk fil kand prófi í Lundi 1975, var eftir það búsettur í Stokkhólmi fram undir 1980 en í Reykjavík síðan.
Fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom út 1974 og síðan hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi. Eftir hann liggja ótal ljóðabækur fyrir fullorðna og börn, smásagnasöfn og skáldsögur auk þess sem hann hefur átt aðild að mörgum sviðsverkum og fengist við þýðingar.