UMFJÖLLUN geymir átta snjallar og bráðskemmtilegar sögur úr smiðju Þórarins Eldjárns. Sögurnar eru úr fortíð og samtíð, stuttar og langar, sögupersónur eru eftirminnilegar og umfjöllunarefnin fjölbreytt: Sagt er frá starfi eftirlaunaþega á þjóðháttasafni, afdrifaríkri sjóferð á átjándu öld, bobbspili og bílaþvotti, sjálftölurum og sviðstúlkun, Þórði malakoff og Ágústi Strindberg – og ljóstrað upp um eitt og annað sem legið hefur í þagnargildi.
Vaka-Helgafell 2021