„Kímnin og íhyglin, hið smágerða og hið háleita, ankannaleikinn og hversdagurinn, hið sára og það sem glaðst er yfir, nýsmíðuðu orðin og þau sem grafin eru úr gleymsku, hið vandræðalega og hið léttleikandi, óbundnu línurnar og hinar háttbundnu, fiskiflugan og algeimurinn, þáliðin tíð og tímaslag augnabliksins; öllu þessu og fleiru til hefur Þórarinn Eldjárn fundið samastað í ljóðum sínum. Og líkt og í öðrum snilldar skáldskap kviknar það allt í huga lesandans og býr þar áfram ljóslifandi, hvort sem ljóðunum er mætt í fyrsta sinn með barnsaugum eða við endurtekinn lestur hinna lengra komnu. Eða eins ég hefði getað sagt í stuttu máli: Ljóðlist Þórarins Eldjárns er íslensk klassík.”
– Sjón