Arnsúgur

Örn klófestir unga stúlku og flýgur með hana yfir Eyjafjörð, út í Hrísey. Þaðan tekst sjómönnum að bjarga henni, en sagan varðveitist því miður ekki.
(Þýdd á ensku, frönsku, dönsku, ítölsku og þýsku).

Í svip

Ung íslensk hjón lenda í klóm óprúttinna skopmyndateiknara í París.
(Þýdd á dönsku og frönsku).

Fuglaskoðari og jurtasafnari

Tekist á um mismunandi áherslur og sýn á tilveruna.
(Þýdd á dönsku).

Tvær litlar konur að austan

Atvik haga því þannig að tvær gamlar konur sem deyja á norðlensku sjúkrahúsi enda saman í líkkistu.
(Þýdd á dönsku og frönsku).

Rauðblá vindsæng

Eru vindsængur eingöngu ætlaðar til ferðalaga? Er það kostur eða galli fyrir nýbakaðan fermingardreng að rautt skuli vera stelpulitur?
(Þýdd á dönsku).

Ónýt saga

Aðdragandi að sögu sem aldrei varð: Bjarnleifur „Geddi“ Jónsson var óreglumaður sem seldi frá sér verðmætt bókasafn sem var föðurarfur hans. Var hugsanlegt að tíðar bókasafnsferðir hans á efri árum bentu til þess að hann hygðist endurheimta safnið með lestri?
(Þýdd á dönsku).

Feður og sonur

Arnþór Christiansen fær vinnu sem sendisveinn í Heildversluninni Heild en lendir í því fyrir misskilning að vera talinn sonur Nonna í Heild. Þessu fylgja gríðarlegar sálarkvalir.
(Þýdd tvisvar á dönsku).

Var hó?

Rósa litla fann svo góðan felustað í feluleiknum að hún fannst aldrei aftur.
(Þýdd á dönsku og frönsku).

Níðstöng

Meistari Kjartan var snillingur í öllu sem laut að gamla íslenska torfbænum. En hann þoldi illa gagnrýni og því fór sem fór þegar hann stóð fyrir bæjarsmíð vegna kvikmyndar eftir frægri skáldsögu Steindórs Vatnsness.
(Þýdd á dönsku).

Lifað

Sögumaður þráir upplýsingar um líf sitt á fyrri tilveruskeiðum.
(Þýdd á dönsku og frönsku).

Fermingardrengurinn sem var ekki sama

Ævintýri þar sem fermingardrengur úr plasti er í aðalhlutverki.
(Þýdd á dönsku og frönsku).

Önsa

Fræðimaður er sendur út af örkinni til að skrá örnefni á landnámsjörð og taka um leið þátt í átaki gegn bílhræjum og ónýtum vinnuvélum. Afstaða hans til verkefnisins breytist þegar hann áttar sig á því að mest af draslinu er orðið að sjálfstæðum örnefnum með merka sögu.
(Þýdd á dönsku og sænsku).