Tíu sögur:
Bestfrend
Hárþurrka af hinni nauðasjaldgæfu tegund Bestfrend má heita einskonar aðalpersóna þessarar sögu sem gerist í raftækjaverslun og -verkstæði snemma á 7. áratug síðustu aldar.
(Þýdd á sænsku).
Úr endurminningum róttekjumanns
Sögumaður minnist dvalar í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi seint á 6. áratug síðustu aldar og rekur lífsreynslusögu þaðan.
Hlátur óskast
Friðrik var þekktur húmoristi en vantaði hlátur.
(Þýdd á finnsku, sænsku og ungversku).
Síðasta rannsóknaræfingin
Þegar allir íslenskufræðingar landsins nema einn deyja af hákarlseitrun verður pressan óbærileg á þennan eina.
Forvarsla
Vettvangur sögunnar er Forhúð h/f, forvörslufyrirtæki Vigfúsar Guðmundssonar. Hvað er þess virði að forverjast?
(Þýdd á ensku).
Lagerinn og allt
Gerist á kreppuárunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Verslunarskólaneminn Ólafur Guðjónsson (sonur Gauja í Þresti) kynnist lífinu nokkuð harkalega.
Lífheimur borðtuskunnar
Þegar dr. Óskar Björnsson, líffræðingur, hafði misst andlega heilsu eftir höfuðáverka tók hann í vaxandi mæli að beina rannsóknum sínum að borðtuskum.
(Þýdd á norsku).
Tilbury
Harmsaga prófastsdótturinnar Guðrúnar Innness sem gerist á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Elskhugi hennar, breski liðsforinginn Tilbury, reynist ekki allur þar sem hann er séður.
(Þýdd á frönsku).
Töskumálin
Skilti með yfirlýsingu skósmiðs um að hann geri ekki við töskur fær ótrúlega víðtækar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag.
(Þýdd á þýsku).
Mál er að mæla
Ungur drengur verður vitni að umræðum kúa í fjósi á nýársnótt en mistekst að hljóðrita þær.