(Níu sögur alls.)

Smátt spurt og fátt um svör

Hugleiðing um smásöguna, eðli hennar og art.

Orðanna hljóðan

Í ónefndu héraði í Miðevrópu miðri var bær þar sem engir tveir menn töluðu sama tungumál.

(Þýdd á ensku, frönsku, sænsku og þýsku).

Kóngur um stund

Guðmundur var lítt gefin fyrir hesta. En eftir að hrossastóð skemmdi lakkið á bílnum hans hugði hann á hefndir með því að ná tökum á þessari dýrategund.

Hlendi

Vesturíslenski auðkýfingurinn Sid Swarfdale lagði grunn að auðæfum sínum með framleiðslu á hlendi, sérstöku efni til að koma upp um fólk sem pissar í sundlaugar.
(Þýdd á þýsku).

Þrívíddartaflið

Sögumaður tekur að sér að smíða þrívíddartafl fyrir Hjölla og Þodda.

Bróðir Jóns á Krossum

Saga frá Upsaströnd á 17. öld. Þorvaldur skáld Rögnvaldsson í Sauðanesi rifjar í ellinni upp örlög Jóns bróður síns sem fyrstur manna á Íslandi var brenndur fyrir galdra.

Ómerkingurinn

Ævintýri um eldhúsáhöld í skúffu útsmogins safnara. Eitt þeirra fer fyrir misskilning að halda að það sé brunamálastjóri. Hið sanna kemur loks í ljós og þá er fjandinn laus.

Svarta kanínan

Svört kanína eyðileggur dvöl í sumarbústaðnum fyrir Jóhannesi.

Eins og vax

Söguleg smásaga um Vaxmyndasafnið og örlög þess. Myndin af Halldóri Laxness kemur mjög við sögu.