Ellefu sögur:

Kauði

Árum saman fylgdist sögumaður með nágranna sínum sem hann taldi að væri kauði og hélt honum því ávallt í vissri fjarlægð. „Kauðinn“ deyr og þá fyrst áttar sögumaður sig á öllu því sem maðurinn hafði búið yfir. Saga um fordóma og glötuð tækifæri.

Paradís

Ef æskuparadís móður þinnar hefur verið í eyði í næstum hálfa öld er ekki víst að hún sé nein Paradís lengur. Saga um glataðan draum.

Hvaðefsaga

Hvað ef fjöllin væru hol að innan …?
(Þýdd á spænsku).

Skálda

Skáldmælta tíkin Skálda vill hjálpa vandræðaskáldinu eiganda sínum.
(Þýdd á þýsku).

Stanleyhamarsheimt

Þrymur Örn stelur verðmætum Stanleyhamri frá Jóni Þór og neitar að skila honum nema hann fái að komast í kynni við tvíburasystur hans, Freyju. Logi vinur Jóns Þórs leysir vandann með því að dulbúast.

Maður einn

Maður einn var falskur og holmenni.

Íþróttabyltingin

Mjög tók að fjara undan iðkun allra keppnisíþrótta eftir því sem leið á 21. öldina og met færðust eitt af öðru út fyrir ystu mörk mannlegrar getu. Það reyndist sannkölluð vítamínsprauta þegar hætt var að amast við lyfjagjöf og hvers kyns hjálpartækjum.

Bíllinn

Áhugi sögumanns er vakinn þegar gamli Saabinn sem eitt sinn var í eigu hans birtist óvænt á bílaplaninu við Staðarskála. Hann er eiginlega eins og afturganga. Enda kemur í ljós að bíllinn er trúlega ekki þessa heims.

Draugaborg

Áður fyrr þróuðust borgir út frá fólki og búsetu þess. Fólkið kom fyrst, síðan byggðin. Svo snerist þetta við: Heilu borgarhverfin tóku að spretta upp eins og gorkúlur en hvar er fólkið?
(Þýdd á þýsku).

Silla á Klömbrum

Silla var allsstaðar nálæg í frásögnum Lúllu frænku. Sögumaður þráði að hitta hana og fá hlutdeild í lífsreynslu hennar. Þegar tækifærið loks gafst var það eiginlega farið áður en það kom.

Flökkusaga

Tveir gamlir félagar gerast förumenn á vegum átaksverkefnis um menningartengda ferðamennsku. Það fer þó svo að hér sannast að ímyndun og veruleiki eru ekki eins og olía og vatn.
(Þýdd á þýsku).