Óðhalaringla var fyrst gefin út 2004 og endurútgefin 2010. Hún inniheldur þrjár fyrstu barnaljóðabækurnar: Óðflugu, Heimskringlu og Halastjörnu, alls fimmtíu og tvö ljóð. Eða eins og ort var:

Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna
heilög ritning allra barna,
yrkingar sem engan sviku,
ein á viku.